14.08.2012 15:11

Snædrekinn kominn til Reykjavíkur

visir.is:


Snædrekinn kominn til Reykjavíkur
Mynd/RANNÍS


Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun.

Skipið hefur síðustu mánuði verið á leið til Íslands. Siglt frá Asíu til Evrópu eftir svonefndri norðausturleið, sem er siglingaleið sem liggur meðfram Rússlandi og Noregi og mun að líkindum opnast á næstunni. Snædrekin verður hér á landi í boði íslenskra stjórnvalda dagana 16. - 20. ágúst.

Fjöldi vísindamanna var um borð í leiðangrinum og fóru fram ýmsar rannsóknir á leiðinni. Tveir íslenskir vísindamenn voru um borð.