13.08.2012 18:00

Ragnar og Gissur á Mána II ÁR

Ég verð að viðurkenna að ég geri allt of lítið að því að koma við um borð í bátum og ræða við skipverja. Gerði það þó í dag, er þeir á Mána II ÁR 7, frá Eyrarbakka,  voru nýbúnir að landa 1400 kg. af skötusel í Sandgerði. Hafa þeir verið á þessum veiðum að undanförnu og er veiðisvæðið norður af Garðskaga.

Um borð eru tveir reynsluboltar í sjómennsku, þeir Ragnar Emilsson og Gissur Baldursson. Eftir að þeir eru búnir að ganga frá bátnum fara þeir á bíl frá útgerðarfyrirtækinu sem gerir bátinn út, austur á Eyrarbakka með aflann, en þar er hann unninn, hjá útgerðinni.


          F.v. Gissur Baldursson og Ragnar Emilsson, við hlið 1887. Mána II ÁR 7, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 13. ágúst 2012