10.08.2012 20:27
Fékk veiðarfærin aftur í skrúfuna
Togarinn Páll Pálsson ÍS fylgdi Þorláki ÍS til hafnar í Bolungarvík í ien Þorlákur hafði fengið veiðarfærin í skrúfunum þegar báturinn var á makrílveiðum fyrr í gær. Er þetta í annað skiptið á nokkrum vikum sem Þorlákur er dreginn til hafnar með veiðarfærin í skrúfinni en í fyrra skiptið var Þorlákur dreginn til hafnar á Rifi á Snæfellsnesi. Kafarar hófust strax í gærkvöld handa við að skera trollið úr skrúfinni á Þorláki svo hægt verði að koma skipinu fljótlega til veiða aftur.
1274. Páll Pálsson ÍS 102 og 2446. Þorlákur ÍS 15 á leið inn í Bolungarvíkurhöfn í gærkvöldi © vikari.is, Sigurlaug Ottósdóttir 9. ágúst 2012
