07.08.2012 21:00
Korri KÓ 8 / Venni GK 606
Hér er á ferðinni bátur sem smíðaður var hjá Bláfelli á Ásbrú og var afhentur 14. nóvember á síðasta ári og eftir að hafa verið siglt til heimahafnar í Kópavogi fór hann beint á söluskrá og því aldrei gerður út af þeim eiganda, því hann seldist fljótlega til Grindavíkur. Birti ég hér tvær myndir af bátnum er hann tók fyrir mig hring framan við Grófina í Keflavík þegar hann fór í fyrsta sinn til heimahafnar í Kópavogi og síðan mynd sem ég tók af bátnum fyrir nokkrum dögum í Grindavík.


2818. Korri KÓ 8, á Keflavíkinni © myndir Emil Páll, 14. nóvember 2011

2818. Venni GK 606 ex Korri KÓ 8, í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 5. ágúst 2012
2818. Korri KÓ 8, á Keflavíkinni © myndir Emil Páll, 14. nóvember 2011
2818. Venni GK 606 ex Korri KÓ 8, í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 5. ágúst 2012
Skrifað af Emil Páli
