06.08.2012 00:00
Stálskúta tilbúin eftir 30 ár í smíðum
Laugardagurinn 4. ágúst var stór dagur hjá Valla Stebb, eða Vali Guðmundssyni, skipasmið, við Klapparstíg í Njarðvík. Svo skemmtilega vill til að á þessu ári eru liðin 30 ár síðan hann hóf að smíða skútu úr stáli, á lóðinni hjá sér. Það voru því margir sem trúðu því að þetta yrði aldrei haffær skúta, en nú er farið að styttast í það, því í gær fengu menn að sjá hvernig skútan liti út eftir að hafa verið í skýli sem byggt var utan um hana. Í gær voru möstrin sett upp og þrátt fyrir það ætlar hann ekki að sjósetja hana fyrr en á næsta ári.
Hér birtast myndir af því þegar verið er að ganga frá möstrunum í gær, svo og myndir af Vali og þeim sem hjálpuðu honum við að koma möstrunum á öruggan stað. Auðvitað birtist einnig mynd af skútinni þegar allt er komið á sinn stað.
Þá hefur Valur einnig lánað mér myndaalbúm með myndum af bátum og skipum sem hann tók fyrir alllöngu og hef ég birt sumar þeirra mynda í dag, en fleiri koma í bland við aðrar nú næstu daga.


Gengið frá möstrunum á skútunni, í baklóðinni við Klapparstíg í gær

Skútan eins og hún lítur út með möstrin

Valli Stebb, eða Valur Guðmundsson eins og hann heitir


Valur Stefánsson, framan við skútuna

Hópurinn sem gekk frá möstrunum. F.v. Friðrik Þorbergsson, Bjarki Sigurðsson, Valur Guðmundsson og Arnar Jónsson © myndir Emil Páll, 4. ágúst 2012
Hér birtast myndir af því þegar verið er að ganga frá möstrunum í gær, svo og myndir af Vali og þeim sem hjálpuðu honum við að koma möstrunum á öruggan stað. Auðvitað birtist einnig mynd af skútinni þegar allt er komið á sinn stað.
Þá hefur Valur einnig lánað mér myndaalbúm með myndum af bátum og skipum sem hann tók fyrir alllöngu og hef ég birt sumar þeirra mynda í dag, en fleiri koma í bland við aðrar nú næstu daga.
Gengið frá möstrunum á skútunni, í baklóðinni við Klapparstíg í gær
Skútan eins og hún lítur út með möstrin
Valli Stebb, eða Valur Guðmundsson eins og hann heitir
Valur Stefánsson, framan við skútuna
Hópurinn sem gekk frá möstrunum. F.v. Friðrik Þorbergsson, Bjarki Sigurðsson, Valur Guðmundsson og Arnar Jónsson © myndir Emil Páll, 4. ágúst 2012
Skrifað af Emil Páli
