02.08.2012 18:28

Í fyrsta sinn í 30 ár - Opið á Vitanum alla verslunarmannahelgina


 
Nú í ár heldur veitingahúsið Vitinn upp á 30 ára afmæli sitt og í fyrsta sinn í sögu Vitans verður opið um verslunarmannahelgina.  "Það er mikil aukning á gestum hjá okkur eftir auglýsingaherferðina sem við höfum unnið í frá síðastliðnu hausti og það er að skila sér núna.  Bæði íslendingar og erlendir gestir hafa komið í mat hjá okkur og Krabbaveislan og sjávarréttarsúpan hafa slegið í gegn", sagði Brynhildur Kristjánsdóttir framkvæmdarstjóri Vitans, aðspurð um hvers vegna opið verður á Vitanum um verslunarmannahelgina í fyrsta sinn í 30 ár.
 
Fjölbreyttur matseðill verður á boðstólnum alla verslunarmannahelgina; pizzur, hamborgarar, krabbaveisla og margt fleira.  Alvöru kaffi- og veitingahús.  Sannkallaður sælureitur sælkerans.
 

 
Nánari upplýsingar gefur Brynhildur Kristjánsdóttir í síma: 772 7755
 
Veitingahúsið Vitinn
Vitatorg 7
245 Sandgerði
Sími: 423 7755
www.vitinn.is
Facebook:
http://www.facebook.com/pages/Veitingah%C3%BAsi%C3%B0-Vitinn/241751742520695