02.08.2012 13:28
Farþegar í Hauki fengu áfallahjálp
visir.is:
Rauði krossinn á Húsavík opnaði fjöldahjálparstöð í Nausti, húsnæði Rauða krossins á Húsavík, fyrir farþega hvalaskoðunarbátsins Hauks sem strandaði við Lundey á Skjálfanda í morgun.
Fimm manns frá Rauða krossinum á Húsavík tóku á móti farþegunum með teppi eftir að þeir höfðu verið fluttir í land með slöngubátum og kvennadeild Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Húsavík bauð þeim upp á kaffi og kökur.
Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum ávörpuðu læknar frá sjúkrahúsinu á Húsavík farþegahópinn, lýstu síðbúnum einkennum áfalla og hvöttu fólkið til að styðja við hvort annað og leita sér aðstoðar ef það finndi fyrir vanlíðan í kjölfar strandsins.
Eigendur Norðursiglingar sem rekur hvalaskoðunarbátinn Hauk ávarpaði einnig fólkið og var því boðið í heita súpu á veitingastað eftir að fundinum lauk nú um hádegið.
Rauði krossinn á Húsavík opnaði fjöldahjálparstöð í Nausti, húsnæði Rauða krossins á Húsavík, fyrir farþega hvalaskoðunarbátsins Hauks sem strandaði við Lundey á Skjálfanda í morgun.
Fimm manns frá Rauða krossinum á Húsavík tóku á móti farþegunum með teppi eftir að þeir höfðu verið fluttir í land með slöngubátum og kvennadeild Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Húsavík bauð þeim upp á kaffi og kökur.
Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum ávörpuðu læknar frá sjúkrahúsinu á Húsavík farþegahópinn, lýstu síðbúnum einkennum áfalla og hvöttu fólkið til að styðja við hvort annað og leita sér aðstoðar ef það finndi fyrir vanlíðan í kjölfar strandsins.
Eigendur Norðursiglingar sem rekur hvalaskoðunarbátinn Hauk ávarpaði einnig fólkið og var því boðið í heita súpu á veitingastað eftir að fundinum lauk nú um hádegið.
Skrifað af Emil Páli
