01.08.2012 12:42
Skoða skipið sem strandaði í Vopnafjarðarhöfn
visir.is:
Verið er að kafa og skoða hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á botni norska skipsins Silver Copenhagen, sem tók niðri í innsiglingunni í Vopnafjarðarhöfn um klukkan 5 í morgun.
Skipið sem er rúmlega 3000 lestir var að fara út eftir að hafa lestað frosnar afurðir á Vopnafirði. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson var kallaður út um tuttugu mínútum síðar til öryggis, en björgunarsveitamenn segja að lítil hætta hafi verið á ferðum og veðrið verið gott.
Verið er að kafa og skoða hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á botni norska skipsins Silver Copenhagen, sem tók niðri í innsiglingunni í Vopnafjarðarhöfn um klukkan 5 í morgun.
Skipið sem er rúmlega 3000 lestir var að fara út eftir að hafa lestað frosnar afurðir á Vopnafirði. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson var kallaður út um tuttugu mínútum síðar til öryggis, en björgunarsveitamenn segja að lítil hætta hafi verið á ferðum og veðrið verið gott.
Skrifað af Emil Páli
