01.08.2012 07:17

Norskt flutningaskip strandaði við Vopnafjörð

visir.is


Norskt flutningaskip strandaði við Vopnafjörð
Þrjú þúsund og fimm hundruð tonna norskt flutningaskip tók niðri og strandaði í innsiglingunni til Vopnafjarðar á sjötta tímanum í morgun þegr skipið var á útleið.

Áhöfnin er enn um borð í skipinu, sem heitir Silver Copenhagen, enda veður gott á svæðinu og engin í hættu, að óbreyttum aðstæðum.

Björgunarskip Landsbjargar er til taks við skipið ef eitthavð fer úrskeiðis, en nú er aðfall og standa vonir til að skipið losni af sjálfsdáðum á flóðinu.