29.07.2012 20:00

Andrea og Hafsúlan á Stakksfirði áðan

Hvalaskoðunarskipin hafa sum verið af og til í dag á ferð um Stakksfjörðinn, þar sem eitthvað sést enn af hvalavöðunni sem var að hringsóla í gær. Minna hefur þó orðið vart við þessi sjávardýr í dag, en sem fyrr segir hafa hvalaskoðunarskipin komið af og til og því trúlega séð einhver dýr. Núna um sjöleitið í kvöld voru t.d. bæði Hafsúlan og Andrea á staðnum og tók ég þá þessa mynd


             2787. Andrea og 2511. Hafsúlan, á Stakksfirði í kvöld © mynd Emil Páll, 29. júli 2012