29.07.2012 18:30

Krabbaveisla gerir góða lukku

mbl.is:

Vitinn í Sandgerði. stækkaVitinn í Sandgerði.

Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði hefur sett upp sýningarsal, en þar eru lifandi krabbar og skelfiskdýr til sýnis fyrir gesti Vitans og er velkomið að njóta sýningarinnar endurgjaldslaust.

Í dag er Vitinn eini veitingastaðurinn á Íslandi, sem býður upp á grjótkrabba. Þessa sérstöðu má einkum rekja til takmarkaðrar útbreiðslu grjótkrabbans við austurströnd N-Ameríku. Árið 2006 varð hans þó fyrst vart í Hvalfirði en síðan þá hefur hann fundist á nokkrum stöðum í innanverðum Faxaflóa og Breiðafirði. Krabba- og skelfiskveislan sem gestum Vitans býðst slegið hefur í gegn.

Margþætt veisla

Veislan stendur saman af krabbasúpu í forrétt. Í aðalrétt er grjótkrabbi, öðuskel, bláskel, beitukóngur og rækja. Pönnukaka með jarðarberjum og rjóma í eftirrétt.