29.07.2012 16:00

Enn pakka þeir Adda Afa GK

Í gær morgun birti ég syrpu af því þegar verið var að pakka Adda Afa, svo hægt væri að sprauta rauða litinn. Nú er enn búið að pakka honum ekki í jólapappír, frekar í plast, svo hægt sé að sprauta hvíta litinn. En þó þetta sé mikið nostur, þá verða bátar oft fallegri ef þeir eru sprautaðir frekar en málaðir með rúllu.




            2106. Addi afi GK 97, pakkaður svo hægt sé að sprauta hvíta litinn, í húsakynnum Sólplasts í Sandgerði rétt eftir hádegi í dag © myndir Emil Páll, 29. júlí 2012