29.07.2012 10:00

Er framtíð Lagarfljótsormsins lokið?

Fyrr í þessum mánuði sagði ég frá slæmu ástandi Lagarfjótsormsins, sem eftir að hafa verið seldur á nauðungaruppboði á síðusta ári var tekin á land og þar hefur hann síðan smátt og smátt grotnað niður að því er virðist vera. Að sögn manna fyrir austan, er ástand skrokksins, svo og vélaútbúnaðar orðið mjög slæmt og því algjör óvissa um framtíð skipsins.

Sá sem keypti skipið á uppboðinu er sá sami og á smyglbátinn sem liggur á Seyðisfirði, en sagt er að hann hafi eignast Lagarfljótsorminn á 500 þúsund.


             2380. Lagarfljótsormurinn, kominn á land © mynd Bjarni Guðmundsson, 29. júní 2011


                   2380. Lagarfljótsormurinn © myndir Sigurbrandur Jakobsson, í apríl 2012