29.07.2012 09:00
Fara með báta sína til Norður-Noregs
Það eru ekki aðeins iðnaðarmenn o.fl. sem hafa undanfarin misseri farið til Noregs, því ég hef frétt af 4-5 smærri bátum sem hafa farið frá vestfjörðum til Norður- Noregs og nú er að fara einn úr Kópavogi og annar er farinn þaðan.
Í norður-Noregi stunda þeir þorskveiðar á línu, sem og veiðar á kóngakrabba í gildrur. Eftir eitt ár þarna ytra fá þeir 20 tonna þorskkvóta frá ríkinu svona sjálfgefið.
Hér birti ég eina mynd af þeim sem er að fara úr Kópavogi. En sá bátur hefur legið í Sandgerði undanfarna daga.


2012. Laufey KÓ 253, í Sandgerði, en hann er senn á förum til Norður- Noregs © myndir Emil Páll, 26. júlí 2012
Í norður-Noregi stunda þeir þorskveiðar á línu, sem og veiðar á kóngakrabba í gildrur. Eftir eitt ár þarna ytra fá þeir 20 tonna þorskkvóta frá ríkinu svona sjálfgefið.
Hér birti ég eina mynd af þeim sem er að fara úr Kópavogi. En sá bátur hefur legið í Sandgerði undanfarna daga.
2012. Laufey KÓ 253, í Sandgerði, en hann er senn á förum til Norður- Noregs © myndir Emil Páll, 26. júlí 2012
Skrifað af Emil Páli
