29.07.2012 00:00
Grindhvalavaða framan við Innri-Njarðvík
vf.is
Fréttir | 28. júlí 2012 12:27
Af Facebook:
Jón Páll Ásgeirsson Hvalrekar björguðu mörgum fjölskyldunum hér áður fyrr, þá var allt svona nýtt, nú má ekkert gera,
Þorgrímur Ómar Tavsen Til skammar að ná ser ekki í kjöt,gildir ekki það sama og með Makrílinn,þessir sporðar eru í Íslenskri landhelgi og við eigum að nýta þá.
Emil Páll Jónsson Blöndum ekki saman hafréttardeilum og heilbrigðismálum. Sama væri mér þó hvalurinn væri hirtur, en var að benda á reynslu mína af heilbrigðiseftirlitinu í því sambandi
Hundruð grindhvala undir Stapanum
Hundruð grindhvala hafa verið í allan morgun undir Stapanum neðan við byggðina í Dalshverfi Innri Njarðvíkur. Áætlar fólk á staðnum að þarna séu á milli 2-300 hvalir sem virðast vera í miklu æti.
Sérkennileg hljóð berast frá hvaðavöðunni en fjölmargir hafa lagt leið sína á staðinn til að berja hvalina augum en sýn sem þessi er sjaldgæf á þessum slóðum.
Víkurfréttir munu birta myndband af sjónarspilinu innan skamms hér á vef sínum en að neðan má sjá nokkrar ljósmyndir sem fréttamenn tóku á staðnum.
VF-myndir: Hilmar Bragi og Eyþór Sæmundsson







Af Facebook:
Jón Páll Ásgeirsson Ekkert Grindhvaladráp eins og í Færeyjum, þeir hefðu nú gert sér mat úr þessu Færeyingarnir !!!
Emil Páll Jónsson Hræddur
er ég um að þá hefði íslenska heilbrigðiseftirlitið stoppað það. Man
eftir að það náðist hvalur upp í Sandgerði sem drapst í fjörunni og menn
voru fljótir að ná sér í hvalkjöt en heilbrigðiseftirlitið stoppaði
það, en sem betur fer var þá nánast búið að hirða allt af dýirinu.Jón Páll Ásgeirsson Hvalrekar björguðu mörgum fjölskyldunum hér áður fyrr, þá var allt svona nýtt, nú má ekkert gera,
Þorgrímur Ómar Tavsen Til skammar að ná ser ekki í kjöt,gildir ekki það sama og með Makrílinn,þessir sporðar eru í Íslenskri landhelgi og við eigum að nýta þá.
Emil Páll Jónsson Blöndum ekki saman hafréttardeilum og heilbrigðismálum. Sama væri mér þó hvalurinn væri hirtur, en var að benda á reynslu mína af heilbrigðiseftirlitinu í því sambandi
Skrifað af Emil Páli
