28.07.2012 20:00
Grindhvalavaða á Stakksfirði
Um fátt hefur verið meira rætt en hin óvænta grindhvalavaða sem kom inn Stakksfjörðinn í morgun og dvaldi langt fram eftir degi stutt frá landi í Innri - Njarðvík og einhverjir hvalir fóru á land en var snúið við af fólki sem óð út til þess arna. Síðan er líða tók á daginn fór vaðan á hreyfingu og upp úr kl. 18 var hún komin inn á Keflavíkina og eftir smá stopp fór hún aftur út á Stakksfjörinn og þegar ég tók þessar myndir voru dýrin nokkuð langt frá landi, því sjást þau illa, en einn og einn ljósmyndari fór út á bátum til að taka myndir af þessu óvænta myndefni og hér sjáum við einmitt ljósmyndara um borð í einum báti við þá iðju nú á áttunda tímanum í kvöld.


Grindhvalir á Stakksfirði, þó aðeins sjáist einn koma upp úr á þessum myndum

Ljósmyndari um borð i 6970. Dagnýju GK 92 © myndir Emil Páll, 28. júlí 2012
Grindhvalir á Stakksfirði, þó aðeins sjáist einn koma upp úr á þessum myndum
Ljósmyndari um borð i 6970. Dagnýju GK 92 © myndir Emil Páll, 28. júlí 2012
Skrifað af Emil Páli
