28.07.2012 18:06
Skemmtibáturinn að verða strandveiðibátur
Í október 2010 birti ég mynd og frásögn af báti sem komin var til Bláfells á Ásbrú. Um var að ræða bát af Víkings-gerð sem smíðaður var sem skemmtibátur, en hafði þó verið meira notaður sem sýningabátur um um land, þar til útgerðarmaður í Reykjanesbæ keypti hann með það fyrir augum að gera úr honum strandveiðibát. Í dag er báturinn farinn að líkjast því hlutverki, þó ekki sé mikið unnið við hann sem stendur.
Birti ég hér fjórar myndir af bátnum, þ.e. eins og hann var 2010, hvernig hann var ári síðar þegar búið var að taka húsið af honum og síðan mynd af honum eins og hann er í dag.
Skemmtibáturinn við þáverandi húsnæði Bláfells á Ásbrú, þann 19. okt. 2010


Sami bátur er búið var að taka af honum húsið þann 19. okt. 2011. Athugið að húsið sem sést á einni myndinni er bátnum óviðkomandi.

Svona lítur báturinn út í dag, við núverandi húsnæði Bláfells © myndir Emil Páll
Birti ég hér fjórar myndir af bátnum, þ.e. eins og hann var 2010, hvernig hann var ári síðar þegar búið var að taka húsið af honum og síðan mynd af honum eins og hann er í dag.
Skemmtibáturinn við þáverandi húsnæði Bláfells á Ásbrú, þann 19. okt. 2010
Sami bátur er búið var að taka af honum húsið þann 19. okt. 2011. Athugið að húsið sem sést á einni myndinni er bátnum óviðkomandi.
Svona lítur báturinn út í dag, við núverandi húsnæði Bláfells © myndir Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
