28.07.2012 13:00
Fjórir á lokastigi hjá Bláfelli
Fjórir bátar eru á lokastigi hjá Bláfelli, en afhenda á þrjá þeirra, sem allir eru dekkaðir, í næsta mánuði. Um er að ræða tvo Sóma 870 og fer annar til Grindavíkur en hinn til Hafnarfjarðar og sá þriðji er Sómi 990, en hann fer til Grindavíkur. Fjórði báturinn er opinn bátur af gerðinni Sómi 797 og fer sá til Drangsness.
Að sögn Elísar Ingimundarsonar hjá Bláfelli eru fjórir bátar pantaðir þessum til viðbótar.
Nýsmíði nr. 18, sem er að gerðinni Sómi 990, fer til Grindavíkur

Hér er á ferðinni Sómi 870, sem einnig fer til Grindavíkur

Þetta er Sómi 870, sem mun fara til Hafnarfjarðar

Þarna fyrir aftan sést í sóma 797 sem mun fara til Drangsness © myndir Emil Páll, 27. júlí 2012
Að sögn Elísar Ingimundarsonar hjá Bláfelli eru fjórir bátar pantaðir þessum til viðbótar.
Hér er á ferðinni Sómi 870, sem einnig fer til Grindavíkur
Þetta er Sómi 870, sem mun fara til Hafnarfjarðar
Þarna fyrir aftan sést í sóma 797 sem mun fara til Drangsness © myndir Emil Páll, 27. júlí 2012
Skrifað af Emil Páli
