28.07.2012 12:30

Risaskip í Reykjavík

Eitt stærsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til hafnar í Reykjavík í morgun, að sögn mbl.is.

Skipið heitir Caribbean Princess og er 112.894 brúttótonn að stærð, skráð á Bermúdaeyjum. Það tekur 3.600 farþega.

Skipið átti að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 9 og áætluð brottför er klukkan 20 í kvöld.

Caribbean Princess er væntanleg til Reykjavíkur að nýju 30. ágúst.


 

                                           Capribben Princess © mynd mbl.is / július