26.07.2012 21:11

Líkan af togaranum Elliða SI-1

sksiglo.is:

 Elliði SI-1
Elliði SI-1

Líkan af togaranum Elliða SI-1 var afhent síðastliðinn laugardag. Það voru félagar úr áhöfn skipsins sem færðu FÁUM, Félagi áhugamanna um minjasafn, það til eignar.

Fjöldi fólks var samankomin við athöfnina sem fram fór í Kaffi Rauðku. Kristján Elíasson og Gunnar Trausti fluttu þar ávörp, auk þess sem nýtt lag Lýðs Ægissonar var frumflutt, en lagið heitir "Hafliðamenn". Fyrir hönd FÁUM tók Anita Elefsen við gjöfinni.

Eftirlifandi áhafnarmeðlimir Elliða SI-1 afhjúpuðu líkanið sem hulið var með hvítum dúk þar til það var afhent FÁUM.

Líkanið verður varðveitt í Síldarminjasafninu við hliðina á líkani af togaranum Hafliða SI-2.



Elliði SI-1



Hafliði SI-2

Texti: Anita Elefsen
Myndir: GJS