26.07.2012 12:29

Vafði veiðarfærin utan af skrúfunni

mbl.is:

Björgunarbáturinn Björg sigldi af stað í gærmorgun. stækkaBjörgunarbáturinn Björg sigldi af stað í gærmorgun. Ljósmynd/Tómas Logi

Báturinn Þorlákur IS, sem varð vélarvana 83 mílur vestur af Breiðafirði snemma í gærmorgun, kom um kl. 10 í morgun í höfn á Rifi á Snæfellsnesi. Þangað var hann dreginn af björgunarbátnum Björgu frá Rifi.

Kafarinn Víðir Haraldsson var kallaður út til að losa veiðarfærin sem flæktust í skrúfunni og segir hann það hafa tekist vel. "Það hlaust ekkert tjón, þetta var frekar lítið mál en ég þurfti ekki að taka upp hnífinn til að skera heldur aðeins vefja utan af skrúfunni," segir hann og áætlar að verkið hafi aðeins tekið um 20 mínútur. Hann segist halda að Þorlákur IS haldi strax aftur út á veiðar, um leið og búið sé að yfirfara trollið.