26.07.2012 07:42

Björg senn væntanleg í land með Þorlák

mbl.is

Búist er við að báturinn, sem varð vélarvana um 83 sjómílur vestur af Breiðafirði snemma í gærmorgun, verði kominn í höfn kl. 10. Björgunarbáturinn Björg frá Rifi var sendur að bátnum í gær og mun draga hann í höfn á Rifi eða Ólafsvík.

Að sögn Landhelgisgæslunnar eiga bátarnir eftir u.þ.b. 17 mílur en siglingarhraðinn er 4 mílur. "Þetta hefur gengið rólega en örugglega," segir Landhelgisgæslan en Björg er 44 tonn og báturinn sem fékk veiðarfæri í skrúfuna er 160 tonn. 

Þegar bátarnir eru komnir í höfn verður kafari fenginn til að skera úr skrúfunni en vera kann að vírar séu flæktir í henni.

                           000

Samkvæmt öðrum upplýsingum er mér sagt að þetta sé Þorlákur ÍS 15, en sami björgunarbátur hefur einmitt dregið áður þennan bát til hafnar á Snæfellsnesi, en það var til Ólafsvíkur í apríl 2007 og þá tók Alfons Finnsson þessa mynd

  2542. Björg kemur með 2446. Þorlák ÍS 15 til Ólafsvíkur í apríl 2007 © mynd mbl / Alfons