24.07.2012 20:30

Nutu lífsins í briminu í Bolungarvík

bb.is:


Fjórir kayak leiðsögumenn hjá fyrirtækinu Kayak Center Iceland á Ísafirði tóku sér frí frá annríki dagsins síðdegis í gær og "léku" sér aðeins í öldunum við sandfjöruna í Bolungarvík. Góð alda var í víkinni í gær og notfærðu ræðararnir sér það. "Þetta var rosalega gaman, það er svo sjaldan sem við fáum svona brim á sumrin," sagði einn ræðarinn í samtali við blaðið. "Þetta myndi seint teljast hefðbundinn róður, frekar sambærilegt því sem brettakappar stunda, nema hvað við vorum á kayak."

Fyrirtækið Kayak center Iceland býður upp á ýmsa möguleika í kayakferðum. Bæði með föstum ferðum og sérferðum fyrir vanari ræðara. Meðfylgjandi myndir tók Sigurjón J. Sigurðsson í víkinni í gær.