23.07.2012 17:20
Veitingahúsið Vitinn opnar sýningasal með lifandi kröbbum og skeldýrum

Veitingahúsinn Vitinn í Sandgerði hefur sett upp sýningarsal í næsta húsi, en þar eru lifandi krabbar og skelfiskdýr til sýnis fyrir gesti Vitans og er velkomir að njóta sýningarinnar endurgjaldslaust.
Í dag er Vitinn eini veitingastaðurinn á Íslandi, ef ekki í Evrópu sem að býður upp á grjótkrabba. Þessa sérstöðu má einkum rekja til takmarkaðrar útbreiðslu grjótkrabbans við austurströnd N-Ameríku. Árið 2006 varð hans þá fyrst vart í Hvalfirði en síðan þá hefur hann fundist á nokkrum stöðum í innanverðum Faxaflóa og Breiðafirði.
Krabba- og skelfiskveislan sem slegið hefur í gegn, samanstendur af:
Krabbasúpu í forrétt
Grjótkrabba, öðuskel, bláskel, beitukóng og rækju í aðalrétt
Pönnuköku með jarðaberjum og rjóma í eftirrétt

Stefán vert á Vitanum og Grétar Mar sjómaður spá í eldun á Sæbjúgum
Suma daga koma sjómennirnir með fleiri krabbategundir í land t.d. gaddakrabba, bogakrabba og trjónukrabba. Þegar svo ber undir fá gestir staðarins einnig að njóta þeirra svo oft er í raun boðið upp á þrjár til fjórar tegundir af krabba.
Nánari upplýsingar gefur Brynhildur Kristjánsdóttir í síma: 772 7755
Vitatorg 7
245 Sandgerði
Sími: 423 7755
www.vitinn.is
Facebook:
http://www.facebook.com/pages/Veitingah%C3%BAsi%C3%B0-Vitinn/241751742520695
