21.07.2012 22:07

Frábær ferð með Gísla í Papey


                                  1692. Gísli í Papey við Papey, fyrr í þessum mánuði
Af gefnu tilefni birti Sigurbjartur Jakobsson   orðrétt póst sem Papeyjarferðum barst nýlega:

Góðan dag
Síðast liðinn laugardag 14 júlí fór ég með vinkonu minni með ykkur í Papey. Þetta var frábær ferð, dásamlegt veður (kannski ekki beinlínis á ykkar vegum :-)) siglingin góð og allir starfsmenn til fyrirmyndar. Skipstjórinn gaf okkur ótrúlegt tækifæri til að skoða og mynda fuglinn í bjarginu (ég hef siglt í kringum Heimaey sem var ágætt en ekki það hálfa á við þetta), aðstoðarsjóarinn lipur og fínn og leiðsögumaðurinn í Papey aldeilis frábær. Sýndi okkur allt sem markverðast var, fræðandi án þess að vera sífellt að mala, passaði uppá hópinn án taugaveiklunar og sinnt börnum í ferðini mjög vel. Þarna er greinilega maður sem kann sitt hlutverk.
Sem sagt takk fyrir frábæra ferð, þið megið vera mikið stolt af þessari starfsemi ykkar
Kv Emilia B................

Að sjálfsögðu þökkum við áhöfnin á Gísla í Papey þessi fallegu ummæli í okkar garð en þennan dag voru 3 í áhöfn vegna fjölda ferða og það kemur ekki á óvart að leiðsögumaðurinn okkar fái þessi ummæli en mér kemur á óvart að skipstjórinn skuli fá þessi ummæli að vera betri en Vestmannaeyingar það kemur skemmtilega á óvart yfir mann sem ekki var æskilegt að nota sem stýrimann á Snæfellsnesi


      Sigurbjartur Jakobsson, skipstjóri á 1692. Gísla í Papey © myndir Papeyjarferðir 6. júlí 2012