21.07.2012 21:23

6 togarar í vari við Stafnes

mbl.is:

Togari í vari við Stafnes á Reykjanesi í kvöld. stækkaTogari í vari við Stafnes á Reykjanesi í kvöld. Ljósmynd/Olgeir Andrésson

6 togarar eru í vari við Stafnes á Reykjanesi nú í kvöld að sögn Olgeirs Andréssonar, vegfaranda á svæðinu sem tók meðfylgjandi mynd.

Að sögn Landhelgisgæslunnar er veðrið á sjó þó almennt skaplegt.

                      ooo

Samkvæmt AIS, eru 5 skip þarna næst landi og eitt aðeins ytra. Þau sem eru næst landi eru: Baldvin Njálsson GK 400, Þór HF 4, Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, Hrafn GK 111 og Fróði ÁR 38 og fjær er Vigri RE 71