21.07.2012 21:17

Snædrekinn væntanlegur 16. ágúst

Af vef Faxaflóahafna:

Snædrekinn - eða Xue Long eins og skipið heitir á kínversku - er væntanlegt til Reykjavíkur þann 16. ágúst n.k. Koma skipsins er merkileg að því leyti að skipið siglir nú frá Asíu til Evrópu eftir svonefndri norð-vesturleið, sem kann að opnast á næstu árum og breyta þannig flutningaleiðum milli heimsálfanna. snowdragon

Snædrekinn er ísbrjótur og einn sá frægasti sem er í eigu kínverkja.  Um borð í skipinu eru 40 manns í áhöfn en um borð eru um 80 vísindamenn, þar á meðal íslenskir, sem rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á lífríki í norðurhöfum.  Snædrekinn mun koma til Reykjavíkur en síðan koma við á Akureyri í bakaleiðinni og siglir þá ísbrjóturinn þvert yfir norðurheimskautið.  Xue Long er 167 metra langur og getur siglt á 18 mílum.  Skipið verður til sýnis á meðan það er í Reykjavík.

Ekki þarf að fjölyrða um áhuga ríkja á nýrri siglingaleið um norðurheimskautið og þó svo að nokkuð sé í að sú leið verði fær kaupskipum þá er ljóst að þessi opnun á nýrri samgönguleið milli Evrópu og Asíu mun breyta ýmsu og opna möguleika sem margir hafa hug á að nýta.  Ísland getur og mun skipta máli í þeim efnum og í því er fólgin viðurkenning að Snædrekinn sigli til Íslands í þessari merkilegu ferð.