21.07.2012 16:36
Rækjuveiðar stöðvaðar 1. ágúst
bb.is:
Sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um stöðvun veiða á
úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2011-2012. Samkvæmt reglugerðinni eru
veiðar á úthafsrækju bannaðar frá 1. ágúst nk. Albert Haraldsson
rekstrarstjóri hjá rækjuverksmiðjunni Kampa ehf., á Ísafirði segir
stöðvun veiðanna vera töluverða blóðtöku fyrir fyrirtækið. "Við erum að
missa um það bil 500 tonn af rækju á þessu tímabili ef þetta stendur.
Þetta er frekar skrýtið, það hefur ekki verið haft neitt samráð við
okkur og okkur hafa engar tilkynningar borist, hvorki í gær né í dag,"
segir Albert. Hann segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki fundið
neina lausn á málinu en farið verði yfir málið um helgina og ákvörðun
tekin í framhaldi af því.
Jón Guðbjartsson hjá útgerðarfélaginu Birnir ehf., sem er stærsti hluthafinn í Kampa, lýsir ákvörðun ráðuneytisins sem sparki í liggjandi mann. "Þetta er vitleysa og ég hef fulla trú á því að þetta verði dregið til baka, ég bara trúi ekki öðru. Við erum með 150 manns í vinnu og við getum ekki sent þau heim og boðað þau síðan aftur einhvern tímann seinna. Við þurfum að borga þeim laun og það verður erfitt ef það er engin vinnsla," segir Jón.
"Við verðum bara að reyna að hafa áhrif og stöðva þessa vitleysu. Það er heill iðnaður sem fellur með þessari ákvörðun. Rækjuiðnaðurinn hefur átt erfitt og sem dæmi má nefna að fyrir nokkrum árum voru 25 rækjuverksmiðjur í landinu en nú eru þær fimm. Það má líkja rækjuiðnaðinum við liggjandi mann og nú er verið að sparka í hann. Það hefur lengi verið til máltæki sem segir að ljótt sé að sparka í liggjandi mann. Það hefði verið sjálfsagt að hugsa þetta mál aðeins betur og ég veit og trúi því að það sé verið að því," segir Jón.
Jón Guðbjartsson hjá útgerðarfélaginu Birnir ehf., sem er stærsti hluthafinn í Kampa, lýsir ákvörðun ráðuneytisins sem sparki í liggjandi mann. "Þetta er vitleysa og ég hef fulla trú á því að þetta verði dregið til baka, ég bara trúi ekki öðru. Við erum með 150 manns í vinnu og við getum ekki sent þau heim og boðað þau síðan aftur einhvern tímann seinna. Við þurfum að borga þeim laun og það verður erfitt ef það er engin vinnsla," segir Jón.
"Við verðum bara að reyna að hafa áhrif og stöðva þessa vitleysu. Það er heill iðnaður sem fellur með þessari ákvörðun. Rækjuiðnaðurinn hefur átt erfitt og sem dæmi má nefna að fyrir nokkrum árum voru 25 rækjuverksmiðjur í landinu en nú eru þær fimm. Það má líkja rækjuiðnaðinum við liggjandi mann og nú er verið að sparka í hann. Það hefur lengi verið til máltæki sem segir að ljótt sé að sparka í liggjandi mann. Það hefði verið sjálfsagt að hugsa þetta mál aðeins betur og ég veit og trúi því að það sé verið að því," segir Jón.
Skrifað af Emil Páli
