19.07.2012 21:36

Oddur V. Gíslason kallaður til Eyja

Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason frá Björgunarsveitinni Þorbirni, Grindavík var kallaður til Vestmannaeyja í morgun, er eldur kom upp í humarbátnum Maggý um sjö sjómílur suður af Stórhöfða í Vestmannaeyjum rétt eftir klukkan ellefu í morgun. Áhöfninni tókst að ráða niðurlögum eldsins en vélarrými bátsins fylltist af sjó.

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni  stóð tæpt um tíma, en samstundis var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Þá voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Þór í Vestmannaeyjum og Oddur V. Gíslason í Grindavík sem eru með dælur um borð, send á staðinn. Sjö eru í áhöfn Maggýjar og komust þeir allir í flotgalla. Fimm þeirra voru fluttir  í land, með Stóra- Erni. Tveir skipverjar voru um borð í bátnum sem Þór björgunarbáturinn Þór og Lóðsinn tóku í tog til Eyja. Þá er þyrla Landghelgisgæslunnar á staðnum.

                                                         ----

                                  Maggý VE 108, hét áður Ósk KE 5


                           2743. Oddur V. Gíslason © mynd grindavik.is