19.07.2012 15:26

Humarvinnsla Ramma í Þorlákshöfn

Heimasíða Ramma hf.:

Nú er tveggja vikna makrílvinnslu lokið hjá Rammanum í Þorlákshöfn og humarvinnsla hafin aftur af fullum krafti. Lokað verður vegna sumarleyfa þar í tvær vikur í kringum verslunarmannahelgi og eftir það verður humarvinnslunni haldið áfram fram á haustið.



Jón á Hofi, Fróði og Múlaberg lönduðu makríl til vinnslu hjá Rammanum í Þorlákshöfn.