19.07.2012 12:26

Þór kominn með Maggý í tog eftir að eldur hafði komið upp og mikill leki

visir.is og Eyjafrettir.is:


Vélarrýmið í Maggý fylltist af sjó.
Vélarrýmið í Maggý fylltist af sjó. mynd/ visir.is Óskar P. Friðriksson.

Björgunarskipið Þór er komið með skipið Maggý VE 108 í tog og fylgir skipið Glófaxi strax á eftir.  Sjö manns voru um borð í skipinu. Þeir fóru strax í flotgalla og voru óhultir, en áhafnarmeðlimir slökktu eldinn sjálfir. Kom í þá upp mikill leki í vélarúminu og var báturinn farinn að síga nokkuð í sjóinn. Tvær dælur voru settar um borð í Maggý og er talið að með því verði hægt að toga skipið að landi.

Einnig fylgist Þyrla Landhelgisgæslunnar með bátunum, en atburðurinn gerðist um 7 mílur út af Stórhöfða.