17.07.2012 11:59
Risaskip í Mjóeyrarhöfn
mbl.is:

Löndun hafin úr Golden Opportunity í Mjóeyrarhöfn

Löndun hafin úr Golden Opportunity í Mjóeyrarhöfn
Flutningaskipið Golden Opportunity lagðist að bryggju í Mjóeyrarhöfn í gær með tæplega 53.000 tonn af súráli frá Sao Luis í Brasilíu um borð. Framurinn er meðal þeirra stærstu sem Fjarðaál hefur fengið.
Golden Opportunity er jafnframt meðal stærstu skipa sem komið hafa til Íslands. Það er 225 metra langt, 32 metra breytt og ristir mest 14,1 metra. Flutningsgetan er 92.000 rúmmetrar.
Golden Opportunity er í eigu skipafélagsins Golden Ocean Group. Skipið var smíðað í Rongsheng í Kína árið 2008 og það er gert út frá Hong Kong, samkvæmt tilkynningu.
Skrifað af Emil Páli
