17.07.2012 12:00
Fjóla GK 121 ex SH 121
Fjóla SH 121, er nú komin með númerið GK 121 og heimahöfn í Sandgerði. Bátur þessi er eins og í fyrra kominn á makrílveiðar og tók ég þessar myndir af honum þar sem hann var í Keflavíkurhöfn, laust fyrir miðnætti.
Það er af makrílmálum að frétta að þrátt fyrir að makrílvinnslan sem í fyrra fór fram frá Njarðvík, sé þar ekki lengur, keppast menn um að kaupa afla af þeim sem veiða makríl, jafnvel þeim sem veiða á bryggjunum og heyrði ég talað um allskonar verð m.a. að greitt væri 30 krónur fyrir hvern makríl, en aðrir greiddu kílóverð, t.d. mun ein stúlka hafa veitt fyrir 9000 krónur úti í Helguvík á einum degi.






1516. Fjóla GK 121, í Keflavíkurhöfn rétt um miðnætti, er aðeins var farið að rökkva © myndir Emil Páll, 16. júlí 2012
Það er af makrílmálum að frétta að þrátt fyrir að makrílvinnslan sem í fyrra fór fram frá Njarðvík, sé þar ekki lengur, keppast menn um að kaupa afla af þeim sem veiða makríl, jafnvel þeim sem veiða á bryggjunum og heyrði ég talað um allskonar verð m.a. að greitt væri 30 krónur fyrir hvern makríl, en aðrir greiddu kílóverð, t.d. mun ein stúlka hafa veitt fyrir 9000 krónur úti í Helguvík á einum degi.
1516. Fjóla GK 121, í Keflavíkurhöfn rétt um miðnætti, er aðeins var farið að rökkva © myndir Emil Páll, 16. júlí 2012
Skrifað af Emil Páli
