17.07.2012 09:00

Nýja íslenska snekkjan, í Keflavík?

Íslenska snekkjan sem kom við um helgina í Vági í Færeyjum til að taka olíu, í ferð sinni frá Grikklandi þaðan sem hún var keypt, var í gærkvöldi í Keflavík og tók ég þessar myndir af henni rétt fyrir miðnætti en þá var aðeins farið að rökkva, en ég hafði einmitt birt um helgina, myndir af henni sem teknar voru í Vági. Um frekari deili veit ég ekki, nema hvað hún er merkt Reina og á björgunarhringnum stendur MV Reina. Síðan er spurningin hvort það sé íslenska nafnið eða það gríska og hver hafi keypt þessa snekkju. Einnig er það auðvitað stór spurning hvort þetta sé sú snekkja sem ég sagði frá um helgina, eða allt önnur?









           



               M.v. Reina í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi © myndir Emil Páll, 16. júlí 2012