16.07.2012 21:02
Synti til minningar um fallna sjómenn
bb.is:
Sundkappinn Örn Ægisson, synti yfir Pollinn á Ísafirði á laugardag til minningar um fallna sjómenn. Hann hóf ferðina frá grjótinu fyrir neðan Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og synti yfir að Ísafjarðarhöfn. Félagi hans fylgdi honum eftir á bát. Ferðin gekk snurðulaust fyrir sig enda blíðskaparveður. Örn var eingöngu klæddur sundskýlu og hafði engin hjálpartæki með sér.
Sjósundið var fest á filmu og má sjá myndband frá því á vefnum youtube.com.
Sundkappinn Örn Ægisson, synti yfir Pollinn á Ísafirði á laugardag til minningar um fallna sjómenn. Hann hóf ferðina frá grjótinu fyrir neðan Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og synti yfir að Ísafjarðarhöfn. Félagi hans fylgdi honum eftir á bát. Ferðin gekk snurðulaust fyrir sig enda blíðskaparveður. Örn var eingöngu klæddur sundskýlu og hafði engin hjálpartæki með sér.
Sjósundið var fest á filmu og má sjá myndband frá því á vefnum youtube.com.
Skrifað af Emil Páli
