16.07.2012 20:55

Mokveiði hjá makrílbátum

skessuhorn.is


Mjög góð veiði hefur verið hjá þeim smábátum sem gerðir eru út á makrílveiðar í Breiðafirði síðustu daga. Magnús Guðni Emanúelsson skipstjóri á Manga á Búðum SH, segir í samtali við Skessuhorn að hann hafi fengið sjö tonn af markíl á einum sólarhring sem sé langt um betra en að hann gerði sér vonir um fyrirfram.

"Fjörðurinn er bókstaflega fullur af markíl," segir Magnús og bætir við að þessi torfa sem hann var að veiða úr hafi verið mörg þúsund tonn að stærð og á hann von á að áfram verið góð veiði . Magnús segist landa hjá Storm Seafood í Hafnarfirði og segist ánægður með verðið sem hann fái. Magnús segir að lokum að hann áætli að vera á makrílveiðum fram í október og sé þessi veiði góð búbót á dauðasta tímanum.