16.07.2012 20:44

Lenti á toppnum á hafnarkantinum

bb.is:

Bíllinn á hvolfi á hafnarbakkanum.
Bíllinn á hvolfi á hafnarbakkanum.

Upphífingartaug slitnaði er verið var að hífa bíl um borð í skuttogarann Pál Pálsson ÍS 102 á sunnudag með þeim afleiðingum að bíllinn féll á hafnarkantinn og lenti á þakinu. Bifreiðina ætluðu skipverjar að nota í Reykjavík á meðan skipið væri í slipp. Að sögn Sverris Péturssonar, útgerðarstjóra skipsins, slapp bíllinn við stórvægilegar skemmdir og "þarf aðeins að klappa honum svo hann verði sem nýr." Páll Pálsson verður í slipp næstu þrjár vikurnar þar sem skipið verður öxildregið og skipt um þéttingar á skrúfuöxli. Þá verður hann einnig botnmálaður og þrifinn.