15.07.2012 17:30
Ægir að fara í Miðjarðarhafið
1066. Ægir, í slippnum í Reykjavík © mynd Emil Páll, 4. júlí 2012
Varðskipið Ægir hefur verið undanfarnar vikur í slippnum í Reykjavík, þar sem unnið
er að reglubundnu eftirliti og viðhaldi á skipinu þar sem skipið er
yfirfarið, öxuldregið, bolskoðað og málað. Mun skipið síðar í mánuðinum
halda í Miðjarðarhafið þar sem Landhelgisgæslan mun fram á haust aðstoða
Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins samkvæmt vef Landhelgisgæslunnar
Skrifað af Emil Páli
