15.07.2012 14:00
Ragnar Emilsson og Máni II ÁR 7
Frá því í gær höfum við eins og oft áður, notið mynda sem Ragnar Emilsson, skipstjóri á Mána II ÁR 7, hefur tekið. Myndir Ragnars eru mjög skemmtilegar, enda mjög margar teknar út á sjó og þá frá sjónarhornum sem a.m.k. við landkrabbarnir sjáum ekki daglega. Ragnar er sjálfur með skipasíðu, sem er læst fyrir afritun mynda, en hleypir mér alltaf inn þegar nýjar myndir birtast hjá honum og fyrir það er ég honum afar þakklátur og nota því tækifærið að birta mynd af honum, svo og tvær myndir sem ég tók af bátnum sem hann stýrir, en þær tók ég í ágúst í fyrra.

Ragnar Emilsson, skipstjóri og ljósmyndari
© mynd af síðu Ragnars, ljósm. ókunnur


1887. Máni II ÁR 7, í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll, 12. ágúst 2011
Ragnar Emilsson, skipstjóri og ljósmyndari
© mynd af síðu Ragnars, ljósm. ókunnur
1887. Máni II ÁR 7, í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll, 12. ágúst 2011
Skrifað af Emil Páli
