14.07.2012 12:00
Flottar frá Faxagenginu
Hér eru þrjár myndir úr hópi fleiri mynda sem Faxagengið birti í nótt á síðu sinni, en þeir komu um kl. hálfsjö í morgun til Vopnafjarðar með tæp 500 tonn. Var aflinn tekinn í fjórum sköfum, sú fyrsta í Seyðisfjarðardýpi, þar fékkst rúmlega 60 tonna afli, uppistaðan síld. Þá var kippt töluvert suður á bóginn og teknar þrjár sköfur austur af Rósagarðinum, ekki langt frá Færeyskulögsögunni.

Já það var flott sólarlagið aðfaranótt föstudagsins.

Færeyski línubáturinn Stapin FD 32 frá Tóftum.

Þessi var tekin af Faxanum í síðustu löndun.
© myndir Faxagengið, faxire9.123.is
Skrifað af Emil Páli
