11.07.2012 21:28
Sjómenn og bændur frjórri en skrifstofufólk
visir.is:
Ófrjósemi í heiminum virðist fara sívaxandi.
Engin rannsókn hefur verið gerð hér á landi, en Danir eru verulega
uggandi yfir þessu, enda það norræna ríki þar sem mest dregur úr
fjórsemi karlmanna.
Arnar Hauksson, kvensjúkdómafræðingur, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag þar sem leitast var við að finna skýringar á vandamálinu.
"Það er margt sem kemur inn í þetta, mataræði, minnkandi fiskneysla og vaxandi hiti. Allt þetta dregur úr frjósemi," segir Arnar um þetta flókna vandamál. Hann segir vandamálið nokkuð tengt menningarsvæðum heimsins, en ekki hafa jafn mikil áhrif á þróunarlönd. Og svo er annar stór þáttur sem spilar inn í; það er hreyfanleikinn.
"Sjómenn og bændur eru til að mynda frjórri en skrifstofufólk og þeir sem sinna andlegri vinnu," útskýrir Arnar sem telur ástæðuna líklega vera hreyfingarleysi.
Þá séu til sérkennileg dæmi um það að í stríðshrjáðum löndum fæðast fleiri sveinbörn en meybörn. "Þetta eru grófar athuganir, en það er rétt að það virðast fæðast fleiri sveinbörn en meyjar í stríðum, án þess að nokkur skýring hafi fundist á því," segir Arnar.
Hægt er að hlusta á fróðlegt viðtal um frjósemi í Reykjavík síðdegis hér.
Arnar Hauksson, kvensjúkdómafræðingur, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag þar sem leitast var við að finna skýringar á vandamálinu.
"Það er margt sem kemur inn í þetta, mataræði, minnkandi fiskneysla og vaxandi hiti. Allt þetta dregur úr frjósemi," segir Arnar um þetta flókna vandamál. Hann segir vandamálið nokkuð tengt menningarsvæðum heimsins, en ekki hafa jafn mikil áhrif á þróunarlönd. Og svo er annar stór þáttur sem spilar inn í; það er hreyfanleikinn.
"Sjómenn og bændur eru til að mynda frjórri en skrifstofufólk og þeir sem sinna andlegri vinnu," útskýrir Arnar sem telur ástæðuna líklega vera hreyfingarleysi.
Þá séu til sérkennileg dæmi um það að í stríðshrjáðum löndum fæðast fleiri sveinbörn en meybörn. "Þetta eru grófar athuganir, en það er rétt að það virðast fæðast fleiri sveinbörn en meyjar í stríðum, án þess að nokkur skýring hafi fundist á því," segir Arnar.
Hægt er að hlusta á fróðlegt viðtal um frjósemi í Reykjavík síðdegis hér.
Skrifað af Emil Páli
