10.07.2012 15:33

Celebrithy Eclipse

Skemmtiferðaskipið Celebrity Eclipse lagðist að bryggju við Skarfabakka í hádeginu. Skipið er það stærsta sem kemur til landsins í sumar og er um 122 þúsund tonn, farþegar eru tæplega þrjúþúsund og í áhöfn eru rúmlega 1200 manns. Skipið er metið á litlar 750 milljónir dollara eða 96 milljarða kr. 

Til samanburðar eru stærstu skipin í íslenska flotanum Dettifoss og Goðafoss um 14 þúsund tonn. Skipið er um 314 m að lengd og 36 m að breidd og er stærsta skip sem hefur komið hingað til lands en það mun einnig koma við á Akureyri.

Þetta er sama skip og ég hef birt tvær myndir af í dag, sú fyrsta var er það sigldi fram hjá Eldey og síðan ein í mikilli fjarlægð er það var að nálgast Reykjavík


               Celebrithy Eclipse © mynd af mbl.is