10.07.2012 12:17
Kvikmyndastjörnurnar Stafnes KE og Þorsteinn
Eins og til stóð mættu við Gerðabryggju í Garði í morgun björgunarbáturinn Þorsteinn og Stafnes KE 130. Að vísu komu þeir seinna en ég hélt að til hefði staðið og stoppið þar var stutt, sennilega sökum veðurs en töluverður kaldi er á Stakksfirði og í Garðsjó vegna norðanáttarinnar. Fóru þeir fljótlega því inn eftir og komu aðeins við í Helguvík en fóru síðan þaðan inn til Keflavíkurhafnar og tók ég hér smá syrpu af þeim er þeir sigldu fyrir Keflavíkina rétt um kl. 12 á hádegi.




964. Stafnes KE 130 og 7647. Þorsteinn út af Keflavíkinni um núna um 12 leitið © myndir Emil Páll, 10. júlí 2012
964. Stafnes KE 130 og 7647. Þorsteinn út af Keflavíkinni um núna um 12 leitið © myndir Emil Páll, 10. júlí 2012
Skrifað af Emil Páli
