08.07.2012 11:00
Tvö Suðurnesjaskip í kvikmynd eftir helgi
Nú eftir helgi, sennilega á þriðjudagsmorgun hefst vinnsla á nýrri kvikmynd sem m.a. verður tekin upp við Gerðabryggju í Garði og þá um morgunin mun Stafnes KE 130 leggjast þar að. Þá er annað Suðurnesjaskip sem hugsanlega kemur einnig við sögu, en það hefur heimahöfn í Garði og er nokkuð stærra en Stafnesið.
Stafnesið hefur lítið sést á Suðurnesjum að undanförnu þar sem það hefur aðallega róið út frá Vestmannaeyjum, en er nú komið til Njarðvíkur að nýju, vegna þessa nýja verkefnis.

964. Stafnes KE 130, í Njarðvik, þegar það var nýlega búið að fá þetta nafn © mynd Emil Páll
Stafnesið hefur lítið sést á Suðurnesjum að undanförnu þar sem það hefur aðallega róið út frá Vestmannaeyjum, en er nú komið til Njarðvíkur að nýju, vegna þessa nýja verkefnis.
964. Stafnes KE 130, í Njarðvik, þegar það var nýlega búið að fá þetta nafn © mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
