06.07.2012 23:30
Faxafréttir, frá því í kvöld
Vopnaskak 2012
Góðan og margblessaðan daginn lesendur góðir. Það eru frekar tíðindar lítið af Faxamönnum en Faxinn er lagður af stað til Vopnafjarðar með fyrsta aflan á þessari síldar-og makrílvertíð.Það
er ekki hægt að segja að að veiðin hafi staðið undir væntingum en tekin
voru þrjú höl og heildaraflinn um 260 tonn af síld með smá makrílivafi.
Veiðsvæðið var í Rósagarðinum og stímið til Vopnafjarðar er um 115
sjómílur og er áætlaður komutími klukkan tvö aðfaranótt laugardagsins.
Kv.Faxagengið.

Faxinn á landleið.

Karlinn kominn með nýjan stól og endursmíða tækja skeifuna.

Ein tekin út um brúargluggan á landstíminu.
Skrifað af Emil Páli
