04.07.2012 00:00
Varðskipið Týr komið til Íslands eftir langa siglingu
Varðskipið Týr kom til hafnar í Reykjavík þann 22. júní síðastliðinn eftir 6000 sjómílna siglingu á 43 dögum frá Íslandi til Kanada, þar sem varðskipið sótti skipið Hebron Sea og dró það síðan yfir Atlantshafið til Grenå i Danmörku þar sem skipið var tekið til niðurrifs. Gekk ferðin nokkuð vel en þó hægði verulega á siglingunni þegar komið var út á Atlandshaf með skipið í togi. Blés þá norðaustan á móti skipunum langleiðina yfir hafið. Gekk síðan heimferðin frá Danmörku ágætlega.
Hér eru myndir sem voru teknar af áhöfn Týs í ferðinni.
Talsvert tók í taugina á milli skipanna
Komið til hafnar í Danmörku
