04.07.2012 12:25
Útför Kristins Benediktssonar fer fram í dag
Útför míns kæra vinar og velunnar síðunnar, Kristins Benediktssonar fer fram í dag. Þar sem ég hef áður birt hluta af ferli hans ( þ.e. þegar ég tilkynnti lát hans) mun ég ekki endurtaka það hér. Aftur á móti birti ég tilkynninguna um útförina, svo og tvær myndir eftir hann sem ég hef ekki birt áður. Jafnframt mun ég fara eftir óskum ættingja hans með að merkja vel höfundarrétt hans og koma því á framfæri að allir sem eru með myndir frá honum, noti þær ekki, nema með heimild þeirra sem hlut eiga að máli.



Tvær áður óbirtar myndir hér á síðunni sem Kristinn Benediktsson tók, en myndir hans eru gríðarlega margar og endurtek ég það sem ættingjarnir sögðu mér þegar þeir heimiluðu mér birtingu þessara mynda: Bannað er að kópera eða nota annarsstaðar þær myndir sem birts hafa hér á síðunni eða annarstaðar og eru eftir Kristinn heitinn, nema með heimild viðkomandi réttkjörinna manna og höfundaréttur sé virtur.
Blessuð sé minning Kristins H. Benediktssonar
Tvær áður óbirtar myndir hér á síðunni sem Kristinn Benediktsson tók, en myndir hans eru gríðarlega margar og endurtek ég það sem ættingjarnir sögðu mér þegar þeir heimiluðu mér birtingu þessara mynda: Bannað er að kópera eða nota annarsstaðar þær myndir sem birts hafa hér á síðunni eða annarstaðar og eru eftir Kristinn heitinn, nema með heimild viðkomandi réttkjörinna manna og höfundaréttur sé virtur.
Blessuð sé minning Kristins H. Benediktssonar
Skrifað af Emil Páli
