29.06.2012 21:00
Fjóla KE 325, flaggar Toppmerkinu
Bátur þessi er að fara til verkefna á Grænlandi, en þar hefur móðurfyrirtækið, annast gullleit. m.a. og notaði til þess Óskar Halldórsson RE, fyrir nokkrum misserum, það var þó meira í flutningum vegna verkefnisins, en þetta verður að ég held notað beint við rannsóknir og vinnsluna.
Bátur þessi er í eigu fyrirtækis í Bretlandi, en gert út af dótturfyrirtæki þessi hérlendis. Þetta breska er þó um leið í eigu þeirra sem voru með fyrirtækið Toppinn og virðast þeir ekkert vera að fela það því á skipinu er nú flaggað fána Toppsins eins og sést á þeim myndum sem nú birtast og ég tók í dag í Njarðvík.

245. Fjóla KE 325, í Njarðvík með fána Toppsins í mastrinu

Fáni Toppsins, í nærmynd © myndir Emil Páll, 29. júní 2012
Bátur þessi er í eigu fyrirtækis í Bretlandi, en gert út af dótturfyrirtæki þessi hérlendis. Þetta breska er þó um leið í eigu þeirra sem voru með fyrirtækið Toppinn og virðast þeir ekkert vera að fela það því á skipinu er nú flaggað fána Toppsins eins og sést á þeim myndum sem nú birtast og ég tók í dag í Njarðvík.
245. Fjóla KE 325, í Njarðvík með fána Toppsins í mastrinu
Fáni Toppsins, í nærmynd © myndir Emil Páll, 29. júní 2012
Skrifað af Emil Páli
