29.06.2012 10:20

Kiddi Lár GK 501 / Bíldsey SH 65

Eins og ég sagði frá í gær og birti myndir af er breytingum á fyrrum Kidda Lár GK 501, nú Bíldsey SH 65 lokið hjá SiglufjarðarSeig og hér birtast þrjár myndir sem Hreiðar Jóhannsson tók og sendi mér. Þarna sjáum við hvernig báturinn leit út er hann kom til Siglufjarðar, þá er mynd þegar búið er að skera hann og að lokum mynd af honum eins og hann leit út í gær fyrir sjósetningu.

            2704. Kiddi Lár GK 501, eins og hann leit út er hann kom norður til breytinga


              2704. Kiddi Lár GK 501, þegar framkvæmdir eru hafnar og búið að skera bátinn


               2704. Bíldsey SH 65, tilbúinn til sjósetningar í gær á Siglufirði. Ótrúlegt að þetta sé sami báturinn © myndir Hreiðar Jóhannsson, Siglufirði, 2012