27.06.2012 22:33
Hafbjörg kemur með Dóra GK að landi í Neskaupstað í kvöld með hjálp Glæsis
Eins og áður hefur komið fram var Hafbjörgin og Björgunarsveitin Gerpir Neskaupstað kölluð út á sjöunda tímanum vegna þess að Dóri GK 42 varð vélarvana um 1/2 sjómílu frá Norðfjarðarhorni. Dró Hafbjörg síðan Dóra GK í land í Neskaupstað og Glæsir dró síðan bátinn upp að olíubryggjunni en hann mun hafa verið oliulaus.









Hafbjörg og Glæsir ásamt Dóra er sá síðast nefndi var dreginn til Neskaupstaðar í kvöld © myndir og texti Bjarni G, 26. júní 2012
Hafbjörg og Glæsir ásamt Dóra er sá síðast nefndi var dreginn til Neskaupstaðar í kvöld © myndir og texti Bjarni G, 26. júní 2012
Skrifað af Emil Páli
